Carles Duarte

katalanisch

[Desem el passat en la memòria]

”Aquest canvi incessant (...), aquesta destrucció incessant.”
Plotí, Ennèades, II.1.1


Desem el passat en la memòria,
que no ens en retorna sinó un somni.

El rellotge del cor
comença alhora a córrer
i a extingir-se.

Ens cal el temps de ser.

El canvi és persistent
i en un mateix impuls,
bell i cruel,
es crea a cada instant el món
i ens derrueix.

S’estén la vida
a la terra i al mar,
als indrets més inhòspits,
més enllà d’on els ulls ens mostren l’univers.

Pertot retrobo una ànima infinita,
un ponent que no cessa.

Aus: Tríptic hebreu
La Magrana/RBA, 2002
Audioproduktion: Institut Ramon Llull

[Við geymum liðinn tíma í minni okkar]

Þessi óstöðvandi breyting (...), þessi óstöðvandi eyðilegging.
II.I.I

Við geymum liðinn tíma í minni okkar
sem einungis draumur skilar okkur
          til baka.

Klukka hjartans
fer af stað um leið
og hún deyr út.

Okkur vantar tíma til að vera til.

Breytingin er þrálát
og í sömu andrá
fögur og grimm,
heimurinn skapast hvert sinn
og eyðir okkur.

Lífið breiðir úr sér
á jörðunni og í hafinu,
á óvistlegustu stöðum
handan þess staðar þar sem augun opna
          okkur alheiminn.

Á hverjum stað finn ég á ný eilífa sál,
sólarlag án enda.

þýðing : Gudrún Halla Tulinius