David McDuff 
Translator

on Lyrikline: 3 poems translated

from: islandés to: inglés

Original

Translation

[nótt sítrónunnar]

islandés | Sjón

(nótt)


glitrandi
mistur af hafi
götuljósin stækkuðu
eitt ljósker skein í hverjum dropa
á gleraugunum mínum
við sátum úti á svölum
og skárum sítrónur
köstuðum sneiðunum fram af
svo þær þöktu götuna
glitrandi
augu og augu
í nóttinni


(sítrónunnar)

© Edda - Media and Publishing Ltd.
from: ég man ekki eitthvað um skýin
Reykjavík : Mal og Menning, 1991
Audio production: 2000 M. Mechner, literaturWERKstatt berlin

[night of the lemon]

inglés

(night)


  

glittering
mist from the sea
the streetlights grew bigger
a lantern shone in every drop
on my spectacles
we sat out on the balconies
and sliced lemons
threw the slices away
so they covered the street
glittering
eye to eye
in the night


  

(of the lemon)

Translated by David McDuff

[café selsíus]

islandés | Sj

(café selsíus)


farþegi númer ellefuþúsundeitthundraðogtvö
snýr aftur til borgarinnar eftir klukkustundar
fjarveru (samanber minnisatriði farþegans:
gleymið ekki að staðfesta farið til baka) með
kúbanskt þurrkasumar í lungunum

10°

: hún hefur minnkað en ég er með götukort
og get verið viss um að villast

engin regnskógaundur
ekkert glitrar
engar minningar
engin bíður
engir símaklefar
enginn stingur sér til sunds

farþeginn: eitthvað situr í mér - komdu(ekki)
eða farðu(ekki) - í áætluninni geri ég ráð
fyrir staðartíma - ég fer að koma

17°

stutt gata
mjóstræti eitt

10°

einhver á afmæli
til dæmis maðurinn á næsta borði
hann treður því sem hann elskar í pípuna sína
tendrar með agnarsmáu hjarta'

21°

allir versla við regnfatabúðina

tíminn líður ekki nógu hratt
milli klukkan fimm og sex

20°

á hjóli og í stuttbuxum
nærsýnin stytti leiðina niður á strönd

37°

farþeginn: eiu sinni var ég lítill drengur
ég lék mér að bolta - svo fór ég og nú
trúir mér enginn

21°

mambóvofa svífur inn um dyrnar
segist vera hárkollumeistari ríkisins
og heimtar romm út í kaffið sitt

19°

: ég er í röndóttum fötum
farþeginn (hlær): þetta er lítil borg

það kvöldar
og sólin sest ekki


(café selsíus)

© Edda - Media and Publishing Ltd.
from: ég man ekki eitthvað um skýin
Reykjavík : Mal og Menning, 1991
Audio production: 2000 M. Mechner, literaturWERKstatt berlin

[café celcius]

inglés

(café celcius)


  

passenger number eleven thousand one hundred and two
returns to the city after an hour’s
absence (compare the passenger’s reminder:
do not forget to confirm your return journey) with
Cuban summer drought in his lungs

10°

: it has shrunk but I have a streetmap
and can be sure of getting lost

no rainforest wonders
no thing glitters
no memories
no one is waiting
no telephone boxes
no one dives for a swim

the passenger: something is stuck in my mind - come(don’t)
or go(don’t) - in the timetable I assume
local time - I am going to come

17°

a short street
one narrow road

10°

it is someone’s birthday
for example the man at the next table
he stuffs what he loves into his pipe
lights it with a tiny heart

21°

everyone does their shopping at the rainwear shop!

the time does not go fast enough
between five and six o’clock

20°

on a bicycle and in shorts
myopia shortened the way down to the beach

37°

the passenger: once I was a little boy
- I played ball - then I went and now
no one believes me

21°

a mambo ghost slides in through the door
says it is the states wig-maker
and demands rum in its coffee

19°

: I am wearing striped clothes
the passenger (laughs): this is a small town

night falls
and the sun does not set


  

(café celsius)

Translated by David McDuff

[ástarljóð]

islandés | Sjón

(ástarljóð)


á milli okkar
vegir
þaðan hingað
þangað héðan

*

silkistálglerolíahálmur
sameinaokkur

*

ég - þú

*

frá brjósti þínu
að lófa mínum
að lófa þínum
frá brjósti mínu

*

þú og ég

*

silkiégstál
þúglerég
olíaþúhálmur

*

eitraður regnbogi!
eitraður regnbogi!

*

við eftir rauða strikinu
við yfir bláu línuna
hjartað hjartað hjartað
mitt þitt
á milli okkar


(ástarljóð)

© Edda - Media and Publishing Ltd.
from: ég man ekki eitthvað um skýin
Reykjavík : Mal og Menning, 1991
Audio production: 2000 M. Mechner, literaturWERKstatt berlin

[love poem]

inglés

(love poem)
  

between us
roads
from here to there
to there from here

*

silksteelglassoilstraw
unite us

*

I - you

*

from your heart
to my palm
to your palm
from my heart

*

you and I

*

silkIsteel
youglassI
oilyoustraw

*

poisonous rainbow!
poisonous rainbow!

*

we along the red stripe
we along the blue line
a heart a heart a heart
mineyours
between us


  

(love poem)

Translated by David McDuff