Sjón
steinþrykk
steinþrykk
marie curie og edvard munch voru samtíða í parísarborg
munch var forvitinn um nýjar uppgötvanir og fór í heimsókn
á tilraunastofu curie-hjónanna við rue lhomond í 5ta hverfi
marie var ein heima og sýndi listamanninum hvernig þau pierre
glímdu við radíumið en að því loknu bauð hún upp á síðdegiste
á steinþrykksmyndinni sem munch sendi henni í þakkarskyni
situr vísindakonan innan um tækjakostinn með hönd undir kinn
sjónarhornið er gleitt og í neðra horninu hægra megin sést í
hnakkann á pierre sem stendur við púlt og skrifar í bók
marie curie horfir mót ljósinu og er með sömu hárgreiðslu og
systir edvards munch á málverkinu „dauðinn við sjúkrabeðinn“
myndin er týnd - að dreyma hana boðar dreymandanum feigð