Linda Vilhjálmsdóttir
frelsi III - enn sem fyrr
jezik: islandščina
Prevodi:
nemščina (freiheit III - wie seit jeher), poljščina (Wolność III - i dziś), švedščina (friheten III - nu som förr i tiden)
frelsi III - enn sem fyrr
enn sem fyrr
er gefið í skyn að okkur sé hollast
að meðtaka fagnaðarerindið möglunarlaust
og helst að lofsyngja frelsið
þar sem við krjúpum við gráturnar
á fjögurra ára fresti
óbundin og megum velja um
að bryðja sólarsellur eða álþynnur
næsta góðæristímabil
og skola þeim niður
með olíubrák úr ófundnum lindum
eða hlandvolgum heimskautasjó
~