Linda Vilhjálmsdóttir
frelsi II - og við þykkasta múrinn
jezik: islandščina
Prevodi:
nemščina (freiheit II - und an der dicksten mauer), poljščina (Wolność II - i przy najgrubszym murze), švedščina (friheten II - och vid den tjockaste muren)
frelsi II - og við þykkasta múrinn
og við þykkasta múrinn
þar sem tregaljóð aldanna
drukkna í háværum harmagráti
síðustu stríða
er mannkynið
klofið sundur í tvær ójafnar fylkingar
plássfreka karla
og konur sem mega náðarsamlegast gráta
og biðja
í sínu afmarkaða kerlingahorni
~