Linda Vilhjálmsdóttir
frelsi I - það er haft fyrir satt
jezik: islandščina
Prevodi:
nemščina (freiheit I - es wird als gegeben angesehen), poljščina (Wolność I - za prawdę się przyjmuje), švedščina (friheten I - det tas för givet)
frelsi I - það er haft fyrir satt
það er haft fyrir satt
að mannskepnan muni tortímast
að hún farist í flóði innan
skamms eða brenni upp til agna
og okkur er uppálagt
að skrúfa niður í gasinu
okkur sem trúum á eldinn
og höfum virkjað hann til að lyfta okkur
upp sífellt hærra og hærra
okkur sem ekkert hélt niðri á jörðinni
nema aðdráttaraflið
okkur sem vorum frjáls undan okinu
frjáls undan grýlum kaldastríðsáranna
frjáls undan trúnni á samfélag heilagra
frjáls undan öllu nema útburðarvælinu
í hvalfjarðarstrengnum handan við garðinn
~