Chu Chai 
Translator

on Lyrikline: 1 poems translated

from: исландский to: китайский

Original

Translation

Ég er bréfshaus

исландский | Eiríkur Örn Norðdahl

Ég er dagsetning, staður

            Ég er formlegt kurteisisávarp.

            Ég er opnunarsetning. Ég er kynningarsetning. Ég er
setning sem rekur erindi, sem rekur erindi, rekur erindi. Ég er sár
bón örvæntingarfullrar manneskju. Ég er reiðinnar býsn af hógværð.
Ég er lýsing á stórkostlegum afrekum. Ég er ítrekun hógværðar. Ég
er upptalning, upptalning, upptalning.
            Ég er frekari útskýring, nánari útlistun. Ég er ítrekun
sárinda, frásögn af eymd. Ég rek fingur í gröft opinna sára. Ég
höfða til mennskunnar. Ég höfða til samviskunnar. Ég höfða til
sektarkenndar vegna atburða horfinna tíma. Ég fer viljandi með
ósannindi.
            Ég er upphaf frásagnar. Ég er útskýring á aðstæðum. Ég er
vísun í aðra sögu. Ég er miðja frásagnar. Ég er ris. Ég er uppgjör. Ég
er frágangur. Ég er málsháttur sem tekur saman söguþráðinn á
einfaldan hátt. Ég er ný túlkun á boðskap sögunnar.
            Ég er uppástunga um málalyktir. Ég er enn frekari ítrekun
sárinda. Ég er bruðlun óljósra hótana. Ég er aumkunarvert
sársaukaóp. Ég er örvænting að níu tíundu hlutum og reiði að
einum tíunda hluta. Ég er boð um kynferðislega greiða. Ég er lýsing
á staðsetningu og tíma. Ég er símanúmer.


            Ég er formleg kurteisiskveðja.

                                    Ég er undirskrift
                                    Ég er nafn

© Eirikur Örn Norddahl
Audio production: Literaturwerkstatt Berlin 2010

我是信头

китайский

我是正式问候

我是开首语。我是总起句。我是写信的事由,事由,事由。我是绝望者的央告。我是谦慎
中的不可一世。我是对丰功伟绩的描写。我是对谦慎的重申。我是举例说明,举例说明,
举例说明。
 
我是进一步解释,是详尽的叙述。我是再三地央告,是诉苦。我把一根指头戳向痛处。我
迎合人道主义。我是对不得已的过错的开脱。我是有苦衷地言不由衷。
 
我是叙述的开始。我是对现状的解释。我是另一个叙述的伏笔。我是小节。我是叙述的
过渡。我是叙述中的高潮。我是对叙述的总结。我是总结性的点睛之笔。我是对叙述的
另一种理解。
我是对结论的暗示。我是再四的央告。我是暗中威胁。我是一声惨嚎。我是十分之九的
绝望和十分之一的愤怒。我是性暗示。

我是正式问候。

我是签名
我是称谓

Translated by Chu Chai