Linda Vilhjálmsdóttir

исландский

frelsi - prelude

á milli
himins og jarðar
er allt

eins og þar stendur skrifað


~


á milli
upphafs og endis
er lífið

holdið og blóðið
milli fæðingarinnar
og dauðans


~


frelsið
á milli myrkurs
og ljóss


~


milli
himins og jarðar
vatnið og eldurinn


~


allur sá skilningur
sem má lesa í orð
eins og epli


~


moskurnar kirkjurnar
musterin hofin

turninn
steinninn og sandurinn


~


við höfum
margfaldað orðið
á jörðinni

margfaldað virkin
milli himins og jarðar
margfaldað guð


~


margfaldað hláturinn
grátinn hatrið og græðgina

margfaldað allt
milli himins og jarðar

allt nema gæskuna


~


við höfum margfaldað frelsið
til að strita

til að eta og drekka
og fagna

margfaldað frelsið
til að afmarka stundina

frelsið til að grafa okkur
lifandi í moldina


~


við höfum margfaldað
frelsið til að grafa okkur

lifandi
í túninu heima


~

© Linda Vilhjálmsdóttir
Из: Frelsi
Reykjavík: Mál og menning, 2015
Аудиопроизводство: Haus für Poesie, 2018

freiheit - prelude

zwischen
himmel und erde
ist alles

wie es geschrieben steht


~


zwischen
anfang und ende
ist das leben
das fleisch und das blut
zwischen der geburt
und dem tod


~


die freiheit
zwischen finsternis
und licht


~


zwischen
himmel und erde
das wasser und das feuer


~


all die erkenntnis
die sich findet in einem wort
wie apfel


~


die moscheen die kirchen
die synagogen die tempel

der turm
der stein und der sand


~


wir haben
das wort vervielfacht
auf erden

vervielfacht die festungen
zwischen himmel und erde
vervielfacht gott


~


vervielfacht das lachen
das weinen den hass und die gier

vervielfacht alles
zwischen himmel und erde

alles außer der güte


~


wir haben die freiheit vervielfacht
zu schuften

zu essen und zu trinken
und zu feiern

vervielfacht die freiheit
die stunde zu bestimmen

die freiheit
uns lebendig in der erde zu begraben


~


wir haben die freiheit vervielfacht
uns selbst lebendig zu begraben

auf der hauswiese
daheim


~

Aus dem Isländischen übertragen von Jón Thor Gíslason und Wolfgang Schiffer
Aus: Linda Vilhjálmsdóttir: Freiheit. Nettetal: Elif Verlag, 2018