frelsi II - á miðri musterishæðinni

á miðri musterishæðinni
undir hornsteini heimsins
sem er rammaður inn í marmara og gull

er galopin gröf eða pyttur
þar sem sálir feðranna marsera hring
eftir hring við einn eilífðar sorgarsálm

þarna þramma ísak og ísmael saman
meðan þeir bíða hins hinsta dags með abel
og kaín adam og abraham jakobi jósefi og mósesi
jósúa davíð salómoni heródesi og júdasi makkabeusi

jóhannesi jesúsi og múhameð spámanni
nokkrum nafngreindum englum af karlkyni
ásamt persneskum keisurum rómverskum landstjórum
hellenskum kóngum kalífum krossförum soldánum
og útvöldum nútíma harðstjórum liðnum og lífs



~

© Linda Vilhjálmsdóttir
Extraído de: Frelsi
Reykjavík: Mál og menning, 2015
Produção de áudio: Haus für Poesie, 2018

freiheit II - mitten auf dem tempelberg

mitten auf dem tempelberg
unter dem grundstein der welt
der eingerahmt ist in marmor und gold

ist ein weit geöffnetes grab oder eine grube
worum die seelen der väter kreis um kreis
zu einem ewigen trauerpsalm marschieren

dort stapfen isaak und ismael gemeinsam umher
und warten auf den jüngstem tag zusammen mit abel
und kain adam und abraham jakob josef und moses
josua david salomon herodes und judas makkabäus

mit johannes jesus und dem propheten mohammed
einigen namentlich genannten engeln männlichen geschlechts
samt persischen kaisern römischen statthaltern
hellenischen königen kalifen kreuzrittern soldaten
und ausgewählten modernen diktatoren lebendig wie tot



~

Aus dem Isländischen übertragen von Jón Thor Gíslason und Wolfgang Schiffer
Aus: Linda Vilhjálmsdóttir: Freiheit. Nettetal: Elif Verlag, 2018