Sjón

islandês

íslenskur hagfræðingur í sóhó

appelsínugul tjöld
spretta upp
í kringum ölstofuna

og hann spyr sig
hvort flugurnar sem sækja í bjórinn
séu raunverulegar

*

efnahagslífi heimsins er stjórnað af risavöxnu barni
sem teygir úr sér milli úthafanna

þegar það grætur fellur verðbréf eftir bréf

eins og snjótittlingar
yfir snjóbreiðu
á snjóþungum vetri
eins og snjótittlingar
yfir snjóþungan vetur
á snjóbreiðu
eins og snjóbreiða
yfir snjótittlinga
á snjóþungum vetri
eins og snjóbreiða
yfir snjóþungan vetur
á snjótittlingum
eins og snjóþungur vetur
yfir snjótittlinga
á snjóbreiðu
eins og snjóþungur vetur
yfir snjóbreiðu
á snjótittlingum

og smápeningarnir í vösum hans léttast

*

vindhviðan
sem fer um torgið
og er ætluð honum einum

hún sviptir upp tjaldopunum
svo hlerunarbúnaður
kemur í ljós

og hann spyr sig
hvort stúlkan á kassanum
sé ekki ansi vélræn í hreyfingum

© Edda - Media and Publishing Ltd.
Extraído de: myrkar fígúrur
Reykjavík: Mal og Menning, 1998
Produção de áudio: 2000 M. Mechner, literaturWERKstatt berlin

an icelandic economist in soho

orange tents
spring up
around the pub

and he asks himself
whether the flies that circle his beer
are real

*

the world economy is controlled by a gigantic baby
who stretches between the oceans

when it cries the shares drop one after another

like snow buntings
over a snowfield
on a snowbound winter
like snow buntings
over a snowbound winter
on a snowfield
like a snowfield
over snow buntings
on a snowbound winter
like a snowfield
over a snowbound winter
on snow buntings
like a snowbound winter
over snow buntings
on a snowfield
like a snowbound winter
over a snowfield
on snow buntings

and the coins in his pockets grow lighter

*

the gust of wind
that blows over the square
is intended for him alone

it flips up the tent flaps
so the bugging device
is revealed

and he askes himself
whether the girl on the cash register
isn’t mechanical in her movements

Translated by Bernard Scudder