Eiríkur Örn Norðdahl
X. [Ég dó en nú lifi ég um ]
X. [Ég dó en nú lifi ég um ]
Ég dó en nú lifi ég um
aldir alda
og ég hef til þess lykla dauðans og heljar
Rita þú nú það er þú sérð:
Ungbörn sem gubba móðurmjólkinni
það er kvef í köldu lofti
og sólljósar hægðir
Réttast væri að draga
úr fátækt
og hlekkja þessa mótmælendur
við vegg
við grátmúra
við brjóstþil
Ég á hlutdeild með yður í þrengingunni,
ríkinu & þolgæðinu
Ég þekki verkin þín
Þú ert lifandi í nafninu en samt dauður