...og orðið var Clint

Öllum að óvörum
reið haikan um sveitir
með allt á hornum sér,
búin beittum eggjum,
og tók að höggva bragarhætti
hægri vinstri.

Í minni pokann létu
kynstrin öll af atómljóðum,
höfuðstafirnir vegnir með veggjum
blæddu stuðlum um strjúpann.

Kviðlingur einn um ástina
laugaði hvarma sína,
einmana á skítugum bedda
skíttur út næturgreiða,
lygin var megn og
hann dó þrátt fyrir það.

Máttugustu ljóðabálkar
–jafnvel allsráðandi dellur–
lágu út úr sér iðraðir,
augljósir, drepnir æ ofaní dagsins aí,
jafnvel þeim var ekki eirt lífs.

Hliðstæður, andstæður,
endurtekningar,
merkingarleysur, stúfar,
uppskafningar
og lágkúrur
stundu í takt við
gný dauðans
þegar húsum reið
japanskur bragarháttur
með krosslagða fætur,
eitt orð yfir annað
af allt að því óskammfeilinni
Ró.

Síðust féll haikan sjálf á hnén,
rak upp stríðskvein,
lyfti sveðjunni hátt yfir höfuð sér,
og rak sig í gegn.

© Eirikur Örn Norddahl
Production audio: Literaturwerkstatt Berlin 2010

…and the word was Clint

Much to everyone’s surprise
the haiku stormed the fields
as mad as a hatter,
wielding a sharp blade
and started slashing metre
left and right.

A myriad of free-verse poetry
suffered defeat
epistles slain against the walls
bled caesurae out of their gullets.

A couplet for love
sopped its cheeks with tears
lonesome on a dirty cot,
soiled with last nights stint,
it reeked of lies and
yet it died with ease.

The most potent of lyrical epics
– even fads of unnerving muscle –
lay supine with their guts seeping out,
redundant, slain again and ever again,
even they were not granted life.

Parallels, opposites,
recurrences,
palaver and foot,
overstatements
and understatements
groaned in beat
to the roar of demise
when a maddening
japanese metre
rode through the fields
cross-legged
with one word over the other
in a mood of nearly insolent
Calm.

Finally, the haiku itself dropped to its knees
roared out a cry of war,
raised the sword high above it’s head
and drove the blade through it’s own abdomen.

Translation: Eiríkur Örn Norðdahl