Bernhard Scudder
Translator
on Lyrikline: 7 poems translated
from: islandés to: inglés
Original
Translation
íslenskur hagfræðingur í sóhó
islandés | Sjón
appelsínugul tjöld
spretta upp
í kringum ölstofuna
og hann spyr sig
hvort flugurnar sem sækja í bjórinn
séu raunverulegar
*
efnahagslífi heimsins er stjórnað af risavöxnu barni
sem teygir úr sér milli úthafanna
þegar það grætur fellur verðbréf eftir bréf
eins og snjótittlingar
yfir snjóbreiðu
á snjóþungum vetri
eins og snjótittlingar
yfir snjóþungan vetur
á snjóbreiðu
eins og snjóbreiða
yfir snjótittlinga
á snjóþungum vetri
eins og snjóbreiða
yfir snjóþungan vetur
á snjótittlingum
eins og snjóþungur vetur
yfir snjótittlinga
á snjóbreiðu
eins og snjóþungur vetur
yfir snjóbreiðu
á snjótittlingum
og smápeningarnir í vösum hans léttast
*
vindhviðan
sem fer um torgið
og er ætluð honum einum
hún sviptir upp tjaldopunum
svo hlerunarbúnaður
kemur í ljós
og hann spyr sig
hvort stúlkan á kassanum
sé ekki ansi vélræn í hreyfingum
from: myrkar fígúrur
Reykjavík: Mal og Menning, 1998
Audio production: 2000 M. Mechner, literaturWERKstatt berlin
an icelandic economist in soho
inglés
orange tents
spring up
around the pub
and he asks himself
whether the flies that circle his beer
are real
*
the world economy is controlled by a gigantic baby
who stretches between the oceans
when it cries the shares drop one after another
like snow buntings
over a snowfield
on a snowbound winter
like snow buntings
over a snowbound winter
on a snowfield
like a snowfield
over snow buntings
on a snowbound winter
like a snowfield
over a snowbound winter
on snow buntings
like a snowbound winter
over snow buntings
on a snowfield
like a snowbound winter
over a snowfield
on snow buntings
and the coins in his pockets grow lighter
*
the gust of wind
that blows over the square
is intended for him alone
it flips up the tent flaps
so the bugging device
is revealed
and he askes himself
whether the girl on the cash register
isn’t mechanical in her movements
fez instamatic
islandés | Sjón
guð dottar
yfir kanildúfunum
guð dottar
yfir skóm úr plasti
yfir glitrandi tvinnakeflum
yfir bleikum sælgætismolum
guð dottar
undir lúsugum hundsþófunum
undir mósaiklögðum borðum
undir svuntu slátrarans
guð dottar
með kanildúfunum
from: myrkar fígúrur
Reykjavík : Mal og Menning, 1998
Audio production: 2000 M. Mechner, literaturWERKstatt berlin
fez instamatic
inglés
god nods
over the cinnamon doves
god nods
over shoes of plastic
over glittering bobbins
over pink pieces of candy
god nods
under dog’s lice-ridden pads
under the mosaic surfaced tables
under the butcher’s apron
god nods
with the cinnamon doves
stjörnufræði hins svanga
islandés | Sjón
óseðjandi mánar
fylgja honum heim
á degi jafnt sem nóttu
þeir svífa yfir húsþökunum
snapandi sér í svanginn
vetur-sumar-vor-og-haust
uppáhaldsmaturinn
pízza með fjallagrösum
og rjómaís
þeir eru það sem þeir borða
from: myrkar fígúrur
Reykjavík : Mal og Menning, 1998
Audio production: 2000 M. Mechner, literaturWERKstatt berlin
the astronomy of the hungry
inglés
insatiable moons
follow him home
by day and night alike
they hover over the rooftops
sneaking bites to eat
winter-summer-spring-and-autumn
their favorite food
pizza with reindeer moss
and ice cream
they are what they eat
finnagaldur
islandés | Sjón
spilverk
af holdi og blóði
spiladósir
úr beinum og brjóski
og fara skref fyrir skref og
skref fyrir skref
og fara skref fyrir skref og
skref fyrir skref
gegnum þrívíðan keðjusönginn
meðan iðrin á inntali
sneiða hjá ytra eyranu
hinn innri maður
hlustar á sjálfan sig
heyrir eyru sín hlusta
á nið brisins
á grát miltans
á þyt lungnanna
á söng nýrnanna
á slátt háræðanna
á hvísl lifrarinnar
á brak tauganetsins
á muldur smágirnisins
og svo framvegis
svo framvegis
framvegis
*
að maður tali ekki um blöðrupúkann
sem blæs upp hvert líffærið af öðru
og sleppir svo yfir torgið með frussi
from: myrkar fígúrur
Reykjavík: Mal og Menning, 1998
Audio production: The music by Baldur/Sjón is from the CD "cinnamon doves", released in 1998 by Bad Taste Ltd (cat. SM81)
wizardry
inglés
musical instruments
of flesh and blood
music boxes
of bone and bristle
and going step by step and
step by step
and going step by step and
step by step
through the three dimensional part-song
while the bowels in inner monologue
skirt past the outer ear
the inner man
listens to himself
hears his ears listening
to the murmur of the pancreas
to the weeping of the spleen
to the rustling of the lungs
to the song of the kidneys
to the beat of the capillaries
to the whisper of the liver
to the creaking oif the nerves
to the mumbling of the small intestine
and so forth
so forth
forth
*
to say nothing of the bladder imp
that inflates one organ after another
and lets the off farting over the square
[tvö augnablik andartak]
islandés | Sjón
(tvö augnablik)
gullin héri stekkur
af þakbrún
*
sólblóm snúa krónum
til borgarinnar
*
kynslóðir
marmaraljóna þegja
í fjallinu
(andartak)
from: ég man ekki eitthvað um skýin
Reykjavík : Mal og Menning, 1991
Audio production: 2000 M. Mechner, literaturWERKstatt berlin
[two twinklings of an eye one breath]
inglés
(two twinklings of an eye)
a golden hare leaps
from the eaves
*
sunflowers turn corollas
to the city
*
generations
of marble lions keep silent
in the mountain
(one breath)
[úr rauðu í grænt]
islandés | Sjón
(úr rauðu í grænt)
freyðandi ljós
hvítthvítt
og
hvítara en hvítt
*
ósnert blóð
umhverfis rúm
á miðju gólfi
ég sit uppréttur í rúminu
með pappaspjald í kjöltu
og blekpenna í hendi
*
chilipipar er rauður
og hann þornar
blóðsvartur á stilkum
í gluggakistu heima hjá mér
en úti er blár himinn
og himinblátt haf
*
ég reyni að láta pennan standa á oddinum
ég má ekki hreyfa mig
blóðið er ekki úr mér
ég má ekki hreyfa mig
*
ég hef beðið frá því í morgunn
*
ég er að hugsa um að drekka blekið
það er eplakeimur af svörtu bleki
ég fékk fulla byttu
svart/svartara/svartast þegar hún er lokuð
og það streymir úr pennanum
sem stendur óstuddur
á spjaldinu
í kjöltu minni
í rúminu
á miðju gólfinu
*
ég bíð eftir að dyrnar opnist
hún hlýtur að koma
ég verð að vera alveg kyrr
hún hlýtur að koma
ég ætla að vera alveg kyrr
ef hún kemur
*
núna
þegar hún opnar dyrnar
flæðir ljósið
hvítthvítt
fram á ganginn
og hún stelur blóðinu
án þess að taka eftir mér
án þess að ég geti hreyft mig
án þess að penninn missi jafnvægið
þegar blóðið hverfur
í svuntuvasann
og ljósið sogast
hvítara en hvítt
á eftir henni
út um gáttina
núna
*
góða nótt pabbi!
á morgun fæ ég gula+gulan+gult
og þá kemur vorið
*
góða nótt!
(í grænt)
from: ég man ekki eitthvað um skýin
Reykjavík : Mal og Menning, 1991
Audio production: 2000 M. Mechner, literaturWERKstatt berlin
[from red to green]
inglés
(from red)
frothing light
whitewhite
and
whiter than white
*
untouched blood
around a bed
in the centre of a room
I sit upright in the bed
man alive!
with a cardboard in my lap
and a fountainpen in hand
*
chili pepper is red
it dries up
black as blood on its stalks
on a windowsill in my home
but outside there is a blue sky
and a sky blue sea
*
I try to balance the pen on its tip
I am not allowed to move
the blood is not from me
I am not allowed to move
*
I have waited since this morning
*
I am thinking of drinking the ink
black ink has the savour of apples
I got a full well
black/blacker/blackest when it is closed
and it flows from the pen
standing unsupported
on the cardboard
in my lap
in the bed
in the centre of the room
*
I wait for the door to open
she must be coming
I have to be absolutely still
she must be coming
I am going to be absolutely still
if she comes
*
now
as she opens the door
the light flows
whitewhite
out into the corridor
and she steals the blood
without noticing me
without me being able to move
without unbalancing the pen
when the blood disappears
into the pocket of her apron
and the light sucks
whiter than white
in her wake
out through the doorway
now
*
nighty-night daddy!
tomorrow I will get yellow+yellow+yellow
and then it is springtime
*
nighty-night!
(to green)
[í fylgd með glæpamanni]
islandés | Sj
(í fylgd með glæpamanni)
vindlar handa litlum stúlkum!
vindlar handa litlum stúlkum!
vindlar handa litlum stúlkum!
(hvíslandi):
sú litlasta fær þann stórasta
hahaha! hahaha! hahaha!
af því að hún er minnstustust!
(hrópandi):
vindlar handa litlum stúlkum!
vindlar handa litlum stúlkum!
vindlar handa litlum stúlkum!
(í fylgd með glæpamanni)
from: ég man ekki eitthvað um skýin
Reykjavík: Mal og Menning, 1991
Audio production: The names of the jazz players: Hilmar Jensson (guitar), Matthias Hemstock (drums), Ulfar Hafsteinsson (bass)
[in the company of a criminal]
inglés
(in the company of a criminal)
cigars for little girls!
cigars for little girls!
cigars for little girls!
(whispering):
the littlest gets the bigestest
hahaha! hahaha! hahaha!
because she is the smallestest
(shouting):
cigars for little girls!
cigars for little girls!
cigars for little girls!
(in the company of a criminal)