Sjón

islandés

 

[úr rauðu í grænt]

(úr rauðu í grænt)


freyðandi ljós
hvítthvítt
og
hvítara en hvítt

*

ósnert blóð
umhverfis rúm
á miðju gólfi
ég sit uppréttur í rúminu
með pappaspjald í kjöltu
og blekpenna í hendi

*

chilipipar er rauður
og hann þornar
blóðsvartur á stilkum
í gluggakistu heima hjá mér
en úti er blár himinn
og himinblátt haf

*

ég reyni að láta pennan standa á oddinum
ég má ekki hreyfa mig
blóðið er ekki úr mér
ég má ekki hreyfa mig

*

ég hef beðið frá því í morgunn

*

ég er að hugsa um að drekka blekið
það er eplakeimur af svörtu bleki
ég fékk fulla byttu
svart/svartara/svartast þegar hún er lokuð
og það streymir úr pennanum
sem stendur óstuddur
á spjaldinu
í kjöltu minni
í rúminu
á miðju gólfinu

*

ég bíð eftir að dyrnar opnist
hún hlýtur að koma
ég verð að vera alveg kyrr
hún hlýtur að koma
ég ætla að vera alveg kyrr
ef hún kemur

*

núna
þegar hún opnar dyrnar
flæðir ljósið
hvítthvítt
fram á ganginn
og hún stelur blóðinu
án þess að taka eftir mér
án þess að ég geti hreyft mig
án þess að penninn missi jafnvægið
þegar blóðið hverfur
í svuntuvasann
og ljósið sogast
hvítara en hvítt
á eftir henni
út um gáttina
núna

*

góða nótt pabbi!
á morgun fæ ég gula+gulan+gult
og þá kemur vorið

*

góða nótt!


(í grænt)

© Edda - Media and Publishing Ltd.
De: ég man ekki eitthvað um skýin
Reykjavík : Mal og Menning, 1991
Producción de Audio: 2000 M. Mechner, literaturWERKstatt berlin