frelsi I - það er haft fyrir satt

það er haft fyrir satt
að mannskepnan muni tortímast

að hún farist í flóði innan
skamms eða brenni upp til agna

og okkur er uppálagt
að skrúfa niður í gasinu

okkur sem trúum á eldinn
og höfum virkjað hann til að lyfta okkur

upp sífellt hærra og hærra
okkur sem ekkert hélt niðri á jörðinni

nema aðdráttaraflið
okkur sem vorum frjáls undan okinu

frjáls undan grýlum kaldastríðsáranna
frjáls undan trúnni á samfélag heilagra

frjáls undan öllu nema útburðarvælinu
í hvalfjarðarstrengnum handan við garðinn


~

© Linda Vilhjálmsdóttir
De: Frelsi
Reykjavík: Mál og menning, 2015
Producción de Audio: Haus für Poesie, 2018

freiheit I - es wird als gegeben angesehen

es wird als gegeben angesehen
dass die menschliche rasse zugrunde gehen wird

dass sie in kürze in einer flut versinkt
oder verbrennt mit haut und haar

und wir sind gehalten
das gas herunterzudrehen

wir die wir an das feuer glauben
und es uns zunutze gemacht haben uns zu erheben

aufwärts stets höher und höher
wir die uns nichts auf der erde hielt

außer der anziehungskraft
wir die wir frei waren von zwang

frei von den gespenstern des kaltes kriegs
frei vom glauben an die gemeinschaft der heiligen

frei von allem außer dem geheul des ausgesetzten kindes
im rauen nordostwind außerhalb des gartens


~

Aus dem Isländischen übertragen von Jón Thor Gíslason und Wolfgang Schiffer
Aus: Linda Vilhjálmsdóttir: Freiheit. Nettetal: Elif Verlag, 2018