Sjón

islandés

íslenskur hagfræðingur í sóhó

appelsínugul tjöld
spretta upp
í kringum ölstofuna

og hann spyr sig
hvort flugurnar sem sækja í bjórinn
séu raunverulegar

*

efnahagslífi heimsins er stjórnað af risavöxnu barni
sem teygir úr sér milli úthafanna

þegar það grætur fellur verðbréf eftir bréf

eins og snjótittlingar
yfir snjóbreiðu
á snjóþungum vetri
eins og snjótittlingar
yfir snjóþungan vetur
á snjóbreiðu
eins og snjóbreiða
yfir snjótittlinga
á snjóþungum vetri
eins og snjóbreiða
yfir snjóþungan vetur
á snjótittlingum
eins og snjóþungur vetur
yfir snjótittlinga
á snjóbreiðu
eins og snjóþungur vetur
yfir snjóbreiðu
á snjótittlingum

og smápeningarnir í vösum hans léttast

*

vindhviðan
sem fer um torgið
og er ætluð honum einum

hún sviptir upp tjaldopunum
svo hlerunarbúnaður
kemur í ljós

og hann spyr sig
hvort stúlkan á kassanum
sé ekki ansi vélræn í hreyfingum

© Edda - Media and Publishing Ltd.
De: myrkar fígúrur
Reykjavík: Mal og Menning, 1998
Producción de Audio: 2000 M. Mechner, literaturWERKstatt berlin

un économiste islandais à Soho

des tentes orangées
s'épanouissent
tout autour du pub

et il se demande
si les mouches attirées par la bière
sont bien réelles

*

l'économie mondiale est gouvernée par un bébé géant
qui s'étire entre les océans

quand il pleure les actions chutent une à une

comme des bruants des neiges
sur un tapis de neige
par un hiver neigeux
comme des bruants des neiges
par un hiver neigeux
sur un tapis de neige
comme un tapis de neige
sur des bruants de neiges
par un hiver neigeux
comme un tapis de neige
par un hiver neigeux
sur des bruants des neiges
comme un hiver neigeux
sur des bruants des neiges
sur un tapis de neige
comme un hiver neigeux
sur un tapis de neige
sur des bruants des neiges

et la petite monnaie s'allège dans ses poches

*

la bourrasque
qui balaie la place
et qui n'est que pour lui

soulève les pans des tentes
révélant au grand jour
des tables d'écoute

et il se demande
si la fille à la caisse
n'a pas les gestes bien mécaniques

Poème traduits de l'islandais par Catherine Eyjólfsson