Sjón

icelandic

Janet Blanken

german

allt sem við lærum í sextíuogáttaára bekk

í dag er rífandi uppgangur á prentstofu austurbæjar
og það sama má segja um gervallan hnöttinn

endurtakið eftir mér:
prestar sem ferðast með neðanjarðarlestum
kallast farþegar ...

allir snúningboltar í hannover
allar ljósakrónur í osaka
öll kattarspor í nuuk
þegar ég vakna skal það allt verða þitt!

þar sem leðurblakan hangir í stimpilklukkunni
– þar áttu heima

*

endurtakið eftir mér:
tærnar á vinstri hendi eru fimm;
hunang, fretur, kattegat og bessi ...

allir vinnuvettlingar í wimbledon
allar stélfjaðrir á seyðisfirði
öll sykurkör í harare
þegar ég vakna skal það allt verða þitt!

þar sem dóttir hakkavélaframleiðandans baðar sig
- þar áttu heima

*

endurtakið eftir mér:
í þrjúþúsundeitthundraðastaogáttunda eintaki
af þriðju prentun á sjálfstæðu fólki
er bjartur í sumarhúsum nefndur karlotta mayer ...

allir strætisvagnamiðar í ríó
allar neðrivarir í kirkút
öll herðatré í basel
– þegar ég vakna skal það allt verða þitt!

þar sem karlsvagninn speglast í súpuskeiðinni
- þar áttu heima

*

þegar flóin og steypireiðurin hittast í alfræðibókinni
eru þau jafn stór
                            þegar litirnir hverfa úr þjóðfánunum
                            tekur jörðin að blakta

© Sjón
From: söngur steinasafnarans
Reykjavík: Bjartur, 2007
Audio production: 2007 Literaturwerkstatt Berlin

Acht, ∞ - II. [diese ganzen Briefe geschrieben]

II.

diese ganzen Briefe geschrieben, Nachtschränkchen voll, was hat es bewiesen
eine Sucht nach Bedeutung, ein Flehen in klammer Sprache
lass uns immer so sein: sechzehn und siebzehn und aneinander verloren
lass uns diese Scheuklappen und in Briefform eine Wirklichkeit
die in so vieler Hinsicht der Wärme des Schlafens gleicht
dass wir den Traum erreichen können, inzwischen sind wir älter
und wach und verhindert, und wer ist von wem der Verbannte
jetzt, da Distanz nicht länger Entfernung ist, sondern in der Entfernung
die Enge dessen hat, was unumkehrbar ist
im Nachhinein betrachtet ist es grausam, Einsamkeit und sich gegenseitig
an der Milchstraße messen zu wollen, ich sagte, bis zum Mond und zurück
ich meine noch jeden Kilometer, und trotzdem

Übersetzung der Gedichte aus dem Flämischen von Janet Blanken