frelsi III - enn sem fyrr

enn sem fyrr
er gefið í skyn að okkur sé hollast
að meðtaka fagnaðarerindið möglunarlaust

og helst að lofsyngja frelsið
þar sem við krjúpum við gráturnar
á fjögurra ára fresti

óbundin og megum velja um
að bryðja sólarsellur eða álþynnur
næsta góðæristímabil

og skola þeim niður
með olíubrák úr ófundnum lindum
eða hlandvolgum heimskautasjó


~

© Linda Vilhjálmsdóttir
From: Frelsi
Reykjavík: Mál og menning,
Audio production: Haus für Poesie, 2018

freiheit III - wie seit jeher

wie seit jeher
wird uns gesagt dass wir gut beraten sind
die frohe botschaft ohne murren zu empfangen

und der freiheit dort am liebsten zu lobsingen
wo wir alle vier jahre
vor der kommunionbank knien

frei und ungebunden und wählen dürfen
ob wir solarzellen oder alu-scheibchen kauen wollen
während der nächsten wohlstandsperiode

und sie hinunterschlucken
mit einem ölfilm aus unentdeckten quellen
oder pisswarmem wasser aus dem meer am pol


~

Aus dem Isländischen übertragen von Jón Thor Gíslason und Wolfgang Schiffer
Aus: Linda Vilhjálmsdóttir: Freiheit. Nettetal: Elif Verlag, 2018