...og orðið var Clint

Öllum að óvörum
reið haikan um sveitir
með allt á hornum sér,
búin beittum eggjum,
og tók að höggva bragarhætti
hægri vinstri.

Í minni pokann létu
kynstrin öll af atómljóðum,
höfuðstafirnir vegnir með veggjum
blæddu stuðlum um strjúpann.

Kviðlingur einn um ástina
laugaði hvarma sína,
einmana á skítugum bedda
skíttur út næturgreiða,
lygin var megn og
hann dó þrátt fyrir það.

Máttugustu ljóðabálkar
–jafnvel allsráðandi dellur–
lágu út úr sér iðraðir,
augljósir, drepnir æ ofaní dagsins aí,
jafnvel þeim var ekki eirt lífs.

Hliðstæður, andstæður,
endurtekningar,
merkingarleysur, stúfar,
uppskafningar
og lágkúrur
stundu í takt við
gný dauðans
þegar húsum reið
japanskur bragarháttur
með krosslagða fætur,
eitt orð yfir annað
af allt að því óskammfeilinni
Ró.

Síðust féll haikan sjálf á hnén,
rak upp stríðskvein,
lyfti sveðjunni hátt yfir höfuð sér,
og rak sig í gegn.

© Eirikur Örn Norddahl
Audio production: Literaturwerkstatt Berlin 2010

Zwischen den Zähnen

Ich liege auf dir und
du zeigst mir den Weg
aus der Finsternis.
Mein Mund,
der von all den blutigen Worten
schmerzt,
verschlingt dein Haar –
Gold, das zwischen den Zähnen
zerrinnt.

Als ich in dir bin,
erleuchtet dein Lächeln
mit einem Mal
die Nacht meines Körpers.

Aus dem Portugiesischen von Ekkehard Dengler