Sjón

icelandic

[úr rauðu í grænt]

(úr rauðu í grænt)


freyðandi ljós
hvítthvítt
og
hvítara en hvítt

*

ósnert blóð
umhverfis rúm
á miðju gólfi
ég sit uppréttur í rúminu
með pappaspjald í kjöltu
og blekpenna í hendi

*

chilipipar er rauður
og hann þornar
blóðsvartur á stilkum
í gluggakistu heima hjá mér
en úti er blár himinn
og himinblátt haf

*

ég reyni að láta pennan standa á oddinum
ég má ekki hreyfa mig
blóðið er ekki úr mér
ég má ekki hreyfa mig

*

ég hef beðið frá því í morgunn

*

ég er að hugsa um að drekka blekið
það er eplakeimur af svörtu bleki
ég fékk fulla byttu
svart/svartara/svartast þegar hún er lokuð
og það streymir úr pennanum
sem stendur óstuddur
á spjaldinu
í kjöltu minni
í rúminu
á miðju gólfinu

*

ég bíð eftir að dyrnar opnist
hún hlýtur að koma
ég verð að vera alveg kyrr
hún hlýtur að koma
ég ætla að vera alveg kyrr
ef hún kemur

*

núna
þegar hún opnar dyrnar
flæðir ljósið
hvítthvítt
fram á ganginn
og hún stelur blóðinu
án þess að taka eftir mér
án þess að ég geti hreyft mig
án þess að penninn missi jafnvægið
þegar blóðið hverfur
í svuntuvasann
og ljósið sogast
hvítara en hvítt
á eftir henni
út um gáttina
núna

*

góða nótt pabbi!
á morgun fæ ég gula+gulan+gult
og þá kemur vorið

*

góða nótt!


(í grænt)

© Edda - Media and Publishing Ltd.
From: ég man ekki eitthvað um skýin
Reykjavík : Mal og Menning, 1991
Audio production: 2000 M. Mechner, literaturWERKstatt berlin

[from red to green]

(from red)


  

frothing light
whitewhite
and
whiter than white

*

untouched blood
around a bed
in the centre of a room
I sit upright in the bed
man alive!
with a cardboard in my lap
and a fountainpen in hand

*

chili pepper is red
it dries up
black as blood on its stalks
on a windowsill in my home
but outside there is a blue sky
and a sky blue sea

*

I try to balance the pen on its tip
I am not allowed to move
the blood is not from me
I am not allowed to move

*

I have waited since this morning

*

I am thinking of drinking the ink
black ink has the savour of apples
I got a full well
black/blacker/blackest when it is closed
and it flows from the pen
standing unsupported
on the cardboard
in my lap
in the bed
in the centre of the room

*

I wait for the door to open
she must be coming
I have to be absolutely still
she must be coming
I am going to be absolutely still
if she comes

*

now
as she opens the door
the light flows
whitewhite
out into the corridor
and she steals the blood
without noticing me
without me being able to move
without unbalancing the pen
when the blood disappears
into the pocket of her apron
and the light sucks
whiter than white
in her wake
out through the doorway
now

*

nighty-night daddy!
tomorrow I will get yellow+yellow+yellow
and then it is springtime

*

nighty-night!


  

(to green)

Translated by Bernhard Scudder