Sjón

isländisch

 

íslenskur hagfræðingur í sóhó

appelsínugul tjöld
spretta upp
í kringum ölstofuna

og hann spyr sig
hvort flugurnar sem sækja í bjórinn
séu raunverulegar

*

efnahagslífi heimsins er stjórnað af risavöxnu barni
sem teygir úr sér milli úthafanna

þegar það grætur fellur verðbréf eftir bréf

eins og snjótittlingar
yfir snjóbreiðu
á snjóþungum vetri
eins og snjótittlingar
yfir snjóþungan vetur
á snjóbreiðu
eins og snjóbreiða
yfir snjótittlinga
á snjóþungum vetri
eins og snjóbreiða
yfir snjóþungan vetur
á snjótittlingum
eins og snjóþungur vetur
yfir snjótittlinga
á snjóbreiðu
eins og snjóþungur vetur
yfir snjóbreiðu
á snjótittlingum

og smápeningarnir í vösum hans léttast

*

vindhviðan
sem fer um torgið
og er ætluð honum einum

hún sviptir upp tjaldopunum
svo hlerunarbúnaður
kemur í ljós

og hann spyr sig
hvort stúlkan á kassanum
sé ekki ansi vélræn í hreyfingum

© Edda - Media and Publishing Ltd.
Aus: myrkar fígúrur
Reykjavík: Mal og Menning, 1998
Audioproduktion: 2000 M. Mechner, literaturWERKstatt berlin