Jón Thor Gíslason 
Translator

on Lyrikline: 8 poems translated

from: الأيسلاندية to: الألمانية

Original

Translation

frelsi III - enn sem fyrr

الأيسلاندية | Linda Vilhjálmsdóttir

enn sem fyrr
er gefið í skyn að okkur sé hollast
að meðtaka fagnaðarerindið möglunarlaust

og helst að lofsyngja frelsið
þar sem við krjúpum við gráturnar
á fjögurra ára fresti

óbundin og megum velja um
að bryðja sólarsellur eða álþynnur
næsta góðæristímabil

og skola þeim niður
með olíubrák úr ófundnum lindum
eða hlandvolgum heimskautasjó


~

© Linda Vilhjálmsdóttir
from: Frelsi
Reykjavík: Mál og menning,
Audio production: Haus für Poesie, 2018

freiheit III - wie seit jeher

الألمانية

wie seit jeher
wird uns gesagt dass wir gut beraten sind
die frohe botschaft ohne murren zu empfangen

und der freiheit dort am liebsten zu lobsingen
wo wir alle vier jahre
vor der kommunionbank knien

frei und ungebunden und wählen dürfen
ob wir solarzellen oder alu-scheibchen kauen wollen
während der nächsten wohlstandsperiode

und sie hinunterschlucken
mit einem ölfilm aus unentdeckten quellen
oder pisswarmem wasser aus dem meer am pol


~

Aus dem Isländischen übertragen von Jón Thor Gíslason und Wolfgang Schiffer
Aus: Linda Vilhjálmsdóttir: Freiheit. Nettetal: Elif Verlag, 2018

frelsi II - enn sofa mennirnir

الأيسلاندية | Linda Vilhjálmsdóttir

enn sofa mennirnir
á verðinum í getsemanegarðinum

og konurnar sitja uppi með ávöxtinn
og ríflega ábót á kaleikinn


~

© Linda Vilhjálmsdóttir
from: Frelsi
Reykjavík: Mál og menning, 2015
Audio production: Haus für Poesie, 2018

freiheit II - und immer noch schlafen die männer

الألمانية

und immer noch schlafen die männer
auf wache im garten gethsemane

und die frauen bleiben auf den früchten sitzen
und einem reichlich gefüllten kelch


~

Aus dem Isländischen übertragen von Jón Thor Gíslason und Wolfgang Schiffer
Aus: Linda Vilhjálmsdóttir: Freiheit. Nettetal: Elif Verlag, 2018

frelsi II - á miðri musterishæðinni

الأيسلاندية | Linda Vilhjálmsdóttir

á miðri musterishæðinni
undir hornsteini heimsins
sem er rammaður inn í marmara og gull

er galopin gröf eða pyttur
þar sem sálir feðranna marsera hring
eftir hring við einn eilífðar sorgarsálm

þarna þramma ísak og ísmael saman
meðan þeir bíða hins hinsta dags með abel
og kaín adam og abraham jakobi jósefi og mósesi
jósúa davíð salómoni heródesi og júdasi makkabeusi

jóhannesi jesúsi og múhameð spámanni
nokkrum nafngreindum englum af karlkyni
ásamt persneskum keisurum rómverskum landstjórum
hellenskum kóngum kalífum krossförum soldánum
og útvöldum nútíma harðstjórum liðnum og lífs



~

© Linda Vilhjálmsdóttir
from: Frelsi
Reykjavík: Mál og menning, 2015
Audio production: Haus für Poesie, 2018

freiheit II - mitten auf dem tempelberg

الألمانية

mitten auf dem tempelberg
unter dem grundstein der welt
der eingerahmt ist in marmor und gold

ist ein weit geöffnetes grab oder eine grube
worum die seelen der väter kreis um kreis
zu einem ewigen trauerpsalm marschieren

dort stapfen isaak und ismael gemeinsam umher
und warten auf den jüngstem tag zusammen mit abel
und kain adam und abraham jakob josef und moses
josua david salomon herodes und judas makkabäus

mit johannes jesus und dem propheten mohammed
einigen namentlich genannten engeln männlichen geschlechts
samt persischen kaisern römischen statthaltern
hellenischen königen kalifen kreuzrittern soldaten
und ausgewählten modernen diktatoren lebendig wie tot



~

Aus dem Isländischen übertragen von Jón Thor Gíslason und Wolfgang Schiffer
Aus: Linda Vilhjálmsdóttir: Freiheit. Nettetal: Elif Verlag, 2018

frelsi II - og við þykkasta múrinn

الأيسلاندية | Linda Vilhjálmsdóttir

og við þykkasta múrinn
þar sem tregaljóð aldanna

drukkna í háværum harmagráti
síðustu stríða

er mannkynið
klofið sundur í tvær ójafnar fylkingar

plássfreka karla
og konur sem mega náðarsamlegast gráta

og biðja
í sínu afmarkaða kerlingahorni



~

© Linda Vilhjálmsdóttir
from: Frelsi
Reykjavík: Mál og menning, 2015
Audio production: Haus für Poesie, 2018

freiheit II - und an der dicksten mauer

الألمانية

und an der dicksten mauer
wo die klagelieder der jahrhunderte

im lauten wehklagen der
letzten kriege ertrinken

ist die menschheit
in zwei ungleiche lager gespalten

männer die den platz beherrschen
und frauen die man gnädigst weinen lässt

und beten
in ihrer abgesteckten weiberecke



~

Aus dem Isländischen übertragen von Jón Thor Gíslason und Wolfgang Schiffer
Aus: Linda Vilhjálmsdóttir: Freiheit. Nettetal: Elif Verlag, 2018

frelsi II - þegar músa hafði kynnt okkur

الأيسلاندية | Linda Vilhjálmsdóttir

þegar músa hafði kynnt okkur
með virðingartitlinum skáld

fyrir gestgjöfunum í drottins hæðum
hneigðu þeir sig lotningarfullir

og síðan var boðið í te
og sent eftir baráttuskáldi ættarinnar

þrítugum lögreglumanni hjá heimastjórninni
sem fékk að skreppa af vaktinni

til að sötra te og spjalla um ljóðagerð
við tvær skáldkonur norðan af hjara veraldar

hann kom sér hjá því að svara stöðluðum
spurningum um hlutskipti skálds í hernumdu landi

bauð þess í stað upp á sígarettur og sætar kökur
og snarpa yfirheyrslu um yrkisefni okkar stallsystra

honum leist vel á þema vinkonunnar
um hið sífellda stríð sem geisar í huganum

en gaf ekki mikið fyrir frelsið mitt
sagði að frelsið sem slíkt væri ekki áhugavert

það skipti ekki máli hvort menn væru frjálsir
ef þeir kynnu ekki að fara með frelsið

ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að nefna það þarna
að ég væri að skrifa um fleirtölufrelsið heima hjá mér



~

© Linda Vilhjálmsdóttir
from: Frelsi
Reykjavík: Mál og menning, 2015
Audio production: Haus für Poesie, 2018

freiheit II - als musa uns den gastgebern

الألمانية

als musa uns den gastgebern
auf gottes höhe

mit dem ehrentitel dichter vorstellte
verbeugten diese sich ehrerbietig

und luden uns danach zum tee
und schickten nach dem kampfdichter der sippe

einem dreißigjährigen polizisten der lokalen regierung
der seine wache auf einen sprung verlassen durfte

um einen schluck tee zu nehmen und über dichtung zu sprechen
mit zwei dichterinnen vom nördlichen ende der welt

er vermied es die standardfragen nach dem schicksal
eines dichters in einem besetzten land zu beantworten

lud stattdessen zu zigaretten und süßem kuchen ein
und unterzog uns stallschwestern einem schnellen verhör über unser tun

ihm gefiel das thema meiner freundin
über den krieg der ständig in unseren köpfen wütet

hielt aber nicht viel von meinem freiheitsstoff
meinte freiheit an sich sei uninteressant

es spiele keine rolle ob die menschen frei seien
solange sie mit der freiheit nicht umgehen könnten

ich habe mich für mein leben nicht getraut hier zu erwähnen
dass ich gerade über die vielfachen freiheiten schrieb bei mir daheim



~

Aus dem Isländischen übertragen von Jón Thor Gíslason und Wolfgang Schiffer
Aus: Linda Vilhjálmsdóttir: Freiheit. Nettetal: Elif Verlag, 2018

frelsi I - skilaboð okkar

الأيسلاندية | Linda Vilhjálmsdóttir

skilaboð okkar
til umheimsins eru skýr

þó að lóðin sé skráð á krakkana
er okkur eftir sem áður
frjálst að framselja moldina



~

© Linda Vilhjálmsdóttir
from: Frelsi
Reykjavík: Mál og menning, 2015
Audio production: Haus für Poesie, 2018

freiheit I - unsere botschaft

الألمانية

unsere botschaft
an den rest der welt ist klar

auch wenn das grundstück auf die kinder überschrieben ist
so steht es uns nach wie vor
frei humuserde feilzubieten



~

Aus dem Isländischen übertragen von Jón Thor Gíslason und Wolfgang Schiffer

frelsi I - það er haft fyrir satt

الأيسلاندية | Linda Vilhjálmsdóttir

það er haft fyrir satt
að mannskepnan muni tortímast

að hún farist í flóði innan
skamms eða brenni upp til agna

og okkur er uppálagt
að skrúfa niður í gasinu

okkur sem trúum á eldinn
og höfum virkjað hann til að lyfta okkur

upp sífellt hærra og hærra
okkur sem ekkert hélt niðri á jörðinni

nema aðdráttaraflið
okkur sem vorum frjáls undan okinu

frjáls undan grýlum kaldastríðsáranna
frjáls undan trúnni á samfélag heilagra

frjáls undan öllu nema útburðarvælinu
í hvalfjarðarstrengnum handan við garðinn


~

© Linda Vilhjálmsdóttir
from: Frelsi
Reykjavík: Mál og menning, 2015
Audio production: Haus für Poesie, 2018

freiheit I - es wird als gegeben angesehen

الألمانية

es wird als gegeben angesehen
dass die menschliche rasse zugrunde gehen wird

dass sie in kürze in einer flut versinkt
oder verbrennt mit haut und haar

und wir sind gehalten
das gas herunterzudrehen

wir die wir an das feuer glauben
und es uns zunutze gemacht haben uns zu erheben

aufwärts stets höher und höher
wir die uns nichts auf der erde hielt

außer der anziehungskraft
wir die wir frei waren von zwang

frei von den gespenstern des kaltes kriegs
frei vom glauben an die gemeinschaft der heiligen

frei von allem außer dem geheul des ausgesetzten kindes
im rauen nordostwind außerhalb des gartens


~

Aus dem Isländischen übertragen von Jón Thor Gíslason und Wolfgang Schiffer
Aus: Linda Vilhjálmsdóttir: Freiheit. Nettetal: Elif Verlag, 2018

frelsi - prelude

الأيسلاندية | Linda Vilhjálmsdóttir

á milli
himins og jarðar
er allt

eins og þar stendur skrifað


~


á milli
upphafs og endis
er lífið

holdið og blóðið
milli fæðingarinnar
og dauðans


~


frelsið
á milli myrkurs
og ljóss


~


milli
himins og jarðar
vatnið og eldurinn


~


allur sá skilningur
sem má lesa í orð
eins og epli


~


moskurnar kirkjurnar
musterin hofin

turninn
steinninn og sandurinn


~


við höfum
margfaldað orðið
á jörðinni

margfaldað virkin
milli himins og jarðar
margfaldað guð


~


margfaldað hláturinn
grátinn hatrið og græðgina

margfaldað allt
milli himins og jarðar

allt nema gæskuna


~


við höfum margfaldað frelsið
til að strita

til að eta og drekka
og fagna

margfaldað frelsið
til að afmarka stundina

frelsið til að grafa okkur
lifandi í moldina


~


við höfum margfaldað
frelsið til að grafa okkur

lifandi
í túninu heima


~

© Linda Vilhjálmsdóttir
from: Frelsi
Reykjavík: Mál og menning, 2015
Audio production: Haus für Poesie, 2018

freiheit - prelude

الألمانية

zwischen
himmel und erde
ist alles

wie es geschrieben steht


~


zwischen
anfang und ende
ist das leben
das fleisch und das blut
zwischen der geburt
und dem tod


~


die freiheit
zwischen finsternis
und licht


~


zwischen
himmel und erde
das wasser und das feuer


~


all die erkenntnis
die sich findet in einem wort
wie apfel


~


die moscheen die kirchen
die synagogen die tempel

der turm
der stein und der sand


~


wir haben
das wort vervielfacht
auf erden

vervielfacht die festungen
zwischen himmel und erde
vervielfacht gott


~


vervielfacht das lachen
das weinen den hass und die gier

vervielfacht alles
zwischen himmel und erde

alles außer der güte


~


wir haben die freiheit vervielfacht
zu schuften

zu essen und zu trinken
und zu feiern

vervielfacht die freiheit
die stunde zu bestimmen

die freiheit
uns lebendig in der erde zu begraben


~


wir haben die freiheit vervielfacht
uns selbst lebendig zu begraben

auf der hauswiese
daheim


~

Aus dem Isländischen übertragen von Jón Thor Gíslason und Wolfgang Schiffer
Aus: Linda Vilhjálmsdóttir: Freiheit. Nettetal: Elif Verlag, 2018